Í dag er síðasti vinnudagurinn hennar Höbbu (Hrafnhildur Hannibalsdóttur) en hún hefur verið hér í Grundaskóla við störf í ein 34 ár. Geri aðrir betur.
Bestu kveðjur frá nemendum og samstarfsmönnum skólans og þakkir fyrir frábært samstarf í gegnum árin. Vonandi kemur hún sem oftast í heimsókn og hefur það sem allra best á eftirlaununum.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af Höbbu, meðal annars úr kveðjuhófi samstarfsmanna í liðinni viku.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is