Sigurður Arnar skólastjóri heimsækir Lallabakarí

Í desember síðastliðnum var hið virðulega Lallabakarí reist í einni skólastofunni í 2. bekk. Þar var fjölbreyttur varningur á boðstólum og mikið um að vera. Þegar kom að jólafrí leið það undir lok en var endurreist með snatri á fyrsta skóladegi á nýju ári enn virðulegra og með fjölbreyttari starfsemi. Þar er nú til að mynda matsölustaður þar sem hægt er að velja rétti af girnilegum matseðlum.
Síðastliðinn föstudag heimsótti Sigðurður Arnar Lallabakarí í þeim erindagjörðum að taka út matseðlana góðu og gefa matnum einkunn. Það er skemmst frá því að segja að hann var ánægður með það sem starfsfólk Lallabakarís bar á borð fyrir hann og kvaddi staðinn vel mettur og sáttur í sinni þrátt fyrir að reikningurinn hafi verið örlítið í hærri kantinum. Maturinn var þess virði!