Í dag, fimmtudag var dagur tvö í sjálfbærni þemanu okkar í 5.-7. bekk. Mér fannst mest spennandi að skoða snjókarlana sem voru mjög flottir og búnir til úr sokkum og líka hálsmen sem voru mjög falleg. Það var líka koddi sem var búinn til úr peysu. Svo voru tveir strákar sem voru að búa til hnött úr blöðru með blöðum og lími, svo ætla þeir að mála hann og prófa að sprengja blöðruna inní og sjá hvað kemur í ljós. Svo voru stelpur að sauma og vefa. Svo sá ég stráka sem voru að taka í sundur útvarp og síma til að sjá hvað var inni í og ætla að gera rafmagnsbíl úr því. Það var mjög gaman og mjög mikil skemmtun hjá öllum krökkunum.
Ég fékk nýjan samstarfsmann í dag sem heitir Emmanuel og er í 6. bekk. Hann var mjög skemmtilegur og góður hjálpari. Hann er líka frá öðru landi eins og ég, hann er frá Ítalíu.
Hlakka til að halda áfram í þemanu.
Yasin al Eedi
Nemandi í 7. bekk
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is