Sjálfbærniþema hjá 5. - 7. bekk

Í dag hófst sjálfbærni þema hjá okkur í 5. – 7. bekk í Grundaskóla. Við erum búin að vera að safna endurnýtanlegum hlutum og efnum og vinnum nýja hluti úr þeim, m.a. armbönd, púða, fuglahús, hleðslustöð fyrir síma, snjókarla og blómapott úr dósum og klemmum. Í síðustu viku bjuggum við til vefstóla og erum við að vefa mottur úr gömlum lökum, bolum og rúmfötum.
Það var gaman, allir voru að leika sér og búa til hluti og hlusta á lög og allir voru vinir.
Kveðja,
Yasin al Eedi nemandi í 7. bekk
IMG_0158 IMG_0154 IMG_0148 IMG_0157 IMG_0161 IMG_0145 IMG_0138 IMG_0146 IMG_0136