Í dag var úrslitamót í skák í unglingadeildinni en í því kepptu þeir nemendur sem stóðu uppi sem sigurvegarar í bekkjarskákmótunum. Allir keppendur stóðu sig mjög vel og sýndu mikla háttvísi og einbeitingu í leik sínum.
Hjá drengjunum bar Arnar Már Kárason 8.HDG sigur af hólmi með fullt hús stiga. Í 2. sæti varð Sigurður Hrannar Þorsteinsson 10. FE og Bjartur Finnbogason 10.EV hafnaði í því þriðja.
Hjá stúlkunum sigraði Matthildur Hafliðadóttir 8.HDG. Katrín María Óskarsdóttir 9.BÞ lenti í 2. sæti og Selma Þorsteinsdóttir 8.MÁ var í 3.sæti.
Fyrir utan ofantalda nemendur tóku eftirfarandi nemendur þátt:
Droplaug og Hafdís úr 10.bekk, Birkir Daði, Marvin, Bjarki Þór, Eva María og Sjöfn úr 9.bekk og Aron, Jón Birkir og Ronja úr 8.bekk.
Þrjú efstu sætin fengu viðurkenningaskjal og sigurvegararnir fengu bikar sem bekkurinn þeirra varðveitir í eitt ár.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is