Skákmót í 5.-7.bekk fór fram þriðjudaginn 25. apríl, í 9.sinn. Þá kepptu til úrslita bekkjarmeistarar í 5. – 7. bekk í stúlkna- og drengjaflokki. Keppnin var spennandi og allir stóðu sig mjög vel. Keppendur sýndu mikla háttvísi og einbeitingu í leik sínum.
Í stúlknaflokki var Stefanía Líf Viðarsdóttir 7.HJ hlutskörpust og Sigurður Franz Hinriksson 7.BP sigraði í drengjaflokki.
Allir keppendur fengu viðurkenningarskjal og skákbók að gjöf auk þess sem sigurvegararnir fengu farandbikar til eins árs.
Keppendurnir voru eftirtaldir:
7.bekkur: Sigurður Franz, Jökull Sindrason, Björn Leó, Stefanía Líf, Elín Sara S. og Árný Lea.
6.bekkur: Einar Orri, Jörundur Óli, Jóhann Lár, Stefanía Rakel, Maren Rún og Dagbjört Ósk.
5.bekkur: Gunnar Kári, Sigurður Már, Davíð, Jóhannes Kári, Sunna Karen, Sigríður Margrét, Sara Sesselja og Guðrún Salka.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is