Skautasvell á ný í Krúsina

Eldri kynslóðir minnast þess að hafa skautað á svæði sem Grundaskóli stendur á og var oft nefnt "Krúsin". Færri vita að á skipulagi skólalóðar Grundaskóla er gert ráð fyrir nýju skautasvelli og nú er framundan mikill frostakafli. Við látum slíkt tækifæri ekki framhjá okkur fara og í morgun hófst undirbúningur við að koma upp skautasvelli í "nýju Krúsinni". Við höfum ekki mörg leiktæki og skólalóðin er eins og önnur skólamannvirki í miklu uppbyggingarferli.

Skautasvellið er gjöf í tilefni af 80 ára afmæli Akraneskaupstaðar til bæjarbúa og er tileinkuð börnum á Akranesi, 

 

Hvar eru skautarnir?