Skilaboð eða góðar hugmyndir tengt foreldrastarfi

Stjórn foreldrafélags Grundaskóla hvetur alla foreldra nemenda í skólanum til þess að standa vel á bakvið börn sín og styðja þau í náminu.
Það er mikilvægt að foreldrar sýni náminu bæði áhuga og stuðning.
 
Í öllum árgöngum Grundaskóla eru starfandi foreldrafulltrúar en þeir ásamt skólastjórnendum vinna þétt saman
að því að gera góðan skóla enn betri.
 
Ef þú hefur áhuga á að koma til starfa með okkur eða lumar á góðri hugmynd tengt foreldrastarfinu þá má alltaf hafa samband við stjórn foreldrafélagsins á netfanginu: (foreldrafelag.grundo@gmail.com).
 
Grundaskóli er OKKAR 🥰