Skipulagsdagur 11. nóvember

Við minnum foreldra og nemendur á að miðvikudaginn 11. nóvember er skipulagsdagur í Grundaskóla og þá fellur hefðbundin kennsla niður. Skóladagvist er opin frá klukkan 13 til 16.30.
Starfsfólk Grundaskóla nýtir daginn í ýmis fræðslu, skipulags- og tiltektarverkefni. Eftir hádegi er starfsdagur skóla- og frístundasviðs þar sem báðir grunnskólarnir, allir leikskólarnir, Tónlistarskólinn, Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum, íþróttahúsið Vesturgötu, Bjarnalaug og Þorpið nýta daginn í  áhugaverðar smiðjur sem koma til með að nýtast á öllum sviðum.