Við minnum foreldra og nemendur á að miðvikudaginn 30. september n.k. er skipulagsdagur í Grundaskóla og þá fellur hefðbundin kennsla niður. Skóladagvist verður opin frá klukkan 13 til 16:30. Starfsfólk Grundaskóla mun sinna ýmsum fræðslu, skipulags- og tiltektarverkefnum þennan dag. Allflestir kennarar munu fara af bæ og kynna sér skólastarf í öðrum skólum en almennir starfsmenn munu sinna ýmsum ræstingarverkefnum sem ekki var hægt að sinna fyrst í haust. Þá verður einnig haldið sérstakt eldvarnarnámskeið fyrir almenna starfsmenn og þá kennara sem verða í skólanum.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is