Skipulagsdagur mánudaginn 2. nóvember - Breytt skólastarf á þriðjudag

Í ljósi nýjustu frétta er ljóst að skólastarf verður ekki með hefðbundnum hætti næstu vikur. 

Nú eru hömlurnar meiri en þær voru í vor þannig að við getum ekki dustað rykið af því skipulagi sem við fórum eftir þá, heldur þarf að hugsa hlutina upp á nýtt. Því verður skipulagsdagur í grunnskólunum á Akranesi á mánudaginn og í lok þess dags fáið þið tölvupóst með því skipulagi sem tekur gildi á þriðjudaginn. Með þessu erum við að færa til skipulagsdag sem átti að vera 16. nóvember. 

Eins og áður treystum við á gott samstarf við ykkur á þessum viðsjárverðu tímum og munum við reyna okkar allra besta til að nám barnanna raskist sem minnst, þó svo viðvera í skólanum muni augljóslega dragast eitthvað saman. 

Frístundin verður lokuð á mánudaginn og kemur póstur í lok þess dags með framhaldinu.