Kennsla hefst á morgun þriðjudaginn 4. janúar samkvæmt stundaskrá í hverjum árgangi. Vegna fjölda smita í samfélaginu mun starfsemi í mötuneyti hins vegar falla niður fyrstu dagana, til þess að uppfylla opinberar kröfur um sóttvarnir. Sú ákvörðun verður endurskoðuð í ljósi stöðunnar og munum við upplýsa foreldra og forráðamenn um breytt fyrirkomulag þegar ákvörðun hefur verið tekin með framhaldið.
Börn í 1. - 5. bekk eiga að hafa nesti með sér í skólann og geta neytt þess í hádegishléi. 6. – 9. bekkur hefur val um að fara heim í hádegismat eða koma með nesti. Athugið að ekki er aðstaða til að hita nesti fyrir nemendur í skólanum. Óbreytt skipulag er hjá 10. bekk í FVA.
Ljóst er að smittíðni í samfélaginu er mikil og verulega reynir á sóttvarnir. Skólastjórn vill hvetja foreldra og starfsmenn til að huga vel að persónulegum smitvörnum og fara í próf hjá heilbrigðisyfirvöldum ef grunur er um smit.
Bestu kveðjur,
Skólastjórn
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is