Skólahlaup Grundaskóla

Í dag tóku nemendur og starfsfólk Grundaskóla þátt Ólympíuhlaupi ÍSÍ sem áður bar heitið Norræna skólahlaupið. Á hverju hausti setur ÍSÍ Ólympíuhlaupið formlega og í ár var það Grundaskóli sem varð fyrir valinu. Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Starfsfólk ÍSÍ mætti á staðinn ásamt Blossa lukkudýri Smáþjóðaleikanna á Íslandi. 

 

Frá íþróttakennurum: ,,Við erum mjög ánægð hvernig til tókst hjá okkur og voru nemendur og starfsfólk í miklu stuði og gerðu hlaupið mjög skemmtilegt.  

Starfsfólk ÍSÍ hafði orð á því hve margir hlupu mikið og lögðu hart að sér. Vel gert hjá öllum".