Skólahlaup Grundaskóla fór fram í dag, miðvikudaginn 5. september

Árlega skólahlaup Grundaskóla fór fram í morgun, miðvikudag, kl. 10 í blíðskaparveðri. Líkt og áður var hlaupið í kringum æfingasvæði/grasvellina á Jaðarsbökkum. Allir voru hvattir til að hlaupa að lágmarki 2 hringi. 
Eftir hlaup var boðið upp á vatn og ávexti. 
Nemendur og starfsfólk stóðu sig frábærlega og í miklu hlaupastuði :-)