Skólahlaupið og lokadagur í göngum í skólann

Skólahlaupið og lokadagur í göngum í skólann var haldið í dag. Allir tóku virkan þátt og stóðu sig vel. Boðið var upp á ávexti að loknu hlaupi. Þeir árgangar  sem notuðu oftast virkan ferðamáta í september voru annar bekkur af yngsta stigi, sjöundi bekkur af miðstigi og áttundi bekkur í unglingadeild.