Skólakór Grundaskóla

Skólakór Grundaskóla hélt glæsilega vortónleika í gær undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur þar sem fram komu 57 nemendur sem fluttu blöndu af allskonar skemmtilegum lögum. Um píanóleik sá Flosi Einarsson. Gestasöngkona á tónleikunum var engin önnur en Rakel Pálsdóttir, sem söng m.a. með kórnum lagið Óskin mín úr söngvakeppninni ásamt fleiri lögum. 
Aldeilis flottir söngvarar sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni.