Það er mikið um að vera hjá Skólakórnum okkar þessa dagana. Nú eru krakkarnir að leggja lokahönd á tónleikadagskrá sem verður flutt í Tónbergi miðvikudaginn 12. maí. Gestur á tónleikunum er engin önnur en söngkonan Salka Sól, en hún heimsótti kórfélaga hingað í skólann nú í vetur. Vegna samkomutakmarkana er nú þegar uppselt á tónleikana í forsölu, en lögin verða tekin upp á myndband svo sem flestir geti notið tónlistarinnar.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is