Nú á vormánuðum hefur verið nóg um að vera hjá kórnum okkar. Bæði eldri og yngir hópar hafa farið í leikskólaheimsóknir og yngri hópurinn fór í söng/ísferð í Frystihúsið. Um síðustu helgi tók svo eldri hópurinn þátt í Landsmóti barna- og unglingakóra sem fór fram í Smáraskóla í Kópavogi. Þar hittust 250 söngglaðir krakkar frá öllu landinu og æfðu saman tónleikadagskrá. Hápunkturinn var svo tónleikarnir sjálfir á sunnudeginum, en þar mátti sjá bæði Guðna Th. forseta Íslands sem og Siggu Beinteins í áhorfendahópnum. Mikil upplifun og skemmtileg reynsla fyrir kórfélaga að taka þátt í mótinu.
Hér má sjá nokkrar myndir frá mótinu og úr heimsókninni í Fyrstihúsið.
Grundaskóli er OKKAR 🥰
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is