Skólakórinn okkar söng við aðventustund í Akraneskirkju sunnudaginn 11. desember sl. Þau stóðu sig virkilega vel, sungu svo fallega og hegðunin til fyrirmyndar.
Gaman að segja frá því að lagið Heilög Lúsía úr norska jóladagatalinu Jól í Snædal hefur fylgt kórnum frá upphafi og krakkarnir sem lærðu lagið fyrst eru komin yfir tvítugt í dag. Margir sem hafa tekið þátt í kórstarfinu gegnum árin, það er dýrmætt. Jólakveðjur frá Skólakór Grundaskóla
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is