Í lok síðustu viku kom skólaráð Grundaskóla saman til fundar og ræddi fjölmörg mál. Það er afar mikilvægt fyrir skólastarfið að eiga svo góðan samráðshóp en hlutverk ráðsins er lögbundið og skilgreint í 8. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008. Skólaráð er samráðsvettvangur skólasamfélagsins og skólastjóra um skólahaldið.
Dagskrá fundarins var þétt en lesa má fundargerð á meðfylgjandi slóð: https://www.grundaskoli.is/is/thjonusta/fundagerdir
Athygli er vakin á bókun er varðar þakkir til starfsfólks Grundaskóla.
"Skólaráð sendir öllum starfsmönnum þakkir og lof fyrir frábæra frammistöðu á erfiðum tímum. Í sögulegu samhengi hefur skólinn glímt við ótrúlegar aðstæður s.l. tvö ár og má í því sambandi nefna húsnæðisskemmdir, uppbrot á skólastarfi yfir í sjö byggingar um allan bæ, glímt við heimsfaraldur, kennt í fjarnámi og blönduðu staðnámi o.fl. Endurskipulagt allt skólastarfið aftur og aftur án þess að missa niður mikilvæga starfsemi. Slíkt starf er ekki sjálfgefið og ótrúlegt að skólinn haldi fullri ferð þrátt fyrir allt. Skólaráð fagnar metnaðarfullu skólastarfi sem sinnt er í Grundaskóla."
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is