Skólasetning Grundaskóla skólaárið 2022-2023

Mánudaginn 22. ágúst nk. er skólasetning Grundaskóla.

Foreldrar og forráðamenn eru velkomnir á skólasetninguna með börnum sínum en hún fer fram á sal skólans. Fulltrúi skólastjórnar flytur stutt ávarp og kynnir þá kennara sem munu kenna hverjum árgangi. Að setningu lokinni fara nemendur með umsjónarkennurum í sínar heimastofur. Kennsla samkvæmt stundaskrá hefst þriðjudaginn 23. ágúst.

Árgangar mæta á skólasetningu sem hér segir:

Kl. 09:00             1. bekkur

Kl. 09:30             2. bekkur - 3. bekkur

Kl 10:00              4 - 5. bekkur

Kl. 10:30             6. - 7. bekkur

Kl. 11:00             8. – 9. bekkur

Kl. 11:30             10. bekkur