Skólasetningu lokið - fjörmiklir nemendur mættir til starfa

Í morgun mættu tæplega 690 nemendur á skólasetningu Grundaskóla ásamt fjölda foreldra og forráðamanna. Framundan er án vafa skemmtilegt skólaár með spennandi viðburðum og fjölbreyttu skólastarfi í öllum árgöngum.

Í morgun voru kennarar og annað starfsfólk skólans kynnt fyrir nemendum og farið yfir helstu áherslur í hverjum árgangi.

Við bjóðum allt okkar fólk velkomið til starfa og í sameiningu ætlum við að reka kraftmikið skólastarf. Vinna vel saman og halda utan um hvert annað með áherslu að öllum líði vel.

Grundaskóli er  OKKAR