Það er líf og fjör í Grundaskóla þessa vikuna eins og allar aðrar vikur. Nú er allur skólinn um 700 nemendur og starfsmenn í stóru þemaverkefni sem byggir á sögunni um Dýrin í hálsaskógi. Ungir sem aldnir vinna nú saman þvert á aldursstig og ræða hvaða reglur skulu gilda í skóginum (skólanum) í anda Uppeldis til ábyrgðar.
Hvað er eðlileg hegðun og hvað ekki. Hvað má segja við náungann, hvernig sýnum við virðingu, áhuga og velvilja í verki o.s.frv.
Hér gefur á að líta nokkrar myndir. Fleiri myndir er hægt að sjá á fésbókarsíðu Grundaskóla.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is