Skólastarf Grundaskóla hefst á ný eftir stutt Covid-hlé á morgun, mánudaginn 8 nóvember. Fylgt er hefðbundnu starfsskipulagi og stundaskrá fyrir hvern aldurshóp. Til upplýsingar þá fór starfsfólk skólastofnana á Akranesi í sýnatöku um helgina og eru niðurstöður okkur mjög hagstæðar þrátt fyrir mikið og útbreitt smit í samfélaginu. Hins vegar er full ástæða til að minna alla á mikilvægi sóttvarna og fara varlega.
Ítrekaðar eru óskir til foreldra og forráðamanna um að upplýsa skólann ef Covid 19 smit hefur verið greint þannig að við getum komið á betra sambandi við heimilisfólk, þétt raðirnar og þjónustað viðkomandi fjölskyldur betur meðan á einangrun stendur.
Bestu kveðjur út í skólasamfélagið. Við gerum þetta saman.
Skólastjórn Grundaskóla
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is