Skyndihjálpardúkkur

Við útskrift 10. bekkjar þann 5. júní fékk Grundaskóli gjöf frá Slysavarnardeild Líf á Akranesi.

Gjöfin var tuttugu skyndihjálpardúkkur til að þjálfa nemendur í hjartahnoði. Rannsóknir sýna að með slíkri þekkingu er hægt að bjarga mannslífum.

Grundaskóli þakkar fyrir þessa höfðinglegu gjöf og stefnir á að nýta skyndihjálpardúkkurnar með skipulögðum hætti.