Slæm veðurspá fyrir föstudag

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir okkar svæði. Það hvessir í nótt og fyrramálið, suðaustan 18-28 m/s á morgun með skafrenningi, snjókomu og síðar talsverðri slyddu eða rigningu.

Við hvetjum alla til að kynna sér þær viðvaranir sem hafa verið gefnar út og möguleg áhrif veðursins sem er í vændum https://www.vedur.is/vidvaranir