Í morgun fór hluti félaga úr eldri hóp skólakórsins í heimsókn að Dvalarheimilinu Höfða. Þar sem lokað er fyrir heimsóknir til íbúa þessa dagana, vegna Covid19, langaði kórfélaga að fara og gleðja íbúa og starfsfólk með fjörugum söng fyrir utan heimilið. Skólakórinn hefur heimsótt Höfða reglubundið síðustu ár og þessi heimsókn því hluti af löngu vináttusambandi okkar fólks við íbúa á Dvalarheimilinu.
Það var sannarlega gleði sem skein úr hverju andliti, bæði söngfuglanna sem og hlustenda, sem höfðu stillt sér upp við glugga og dyr til að fylgjast með.
Við hlökkum til að koma aftur í heimsókn og það verður alveg sérstaklega gaman þegar sú stund rennur upp að við megum koma inn í hús og syngja.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is