Í síðustu viku fór yngri hópur Skólakórs Grundaskóla í heimsókn á leikskólann Akrasel. Mikil eftirvænting var hjá krökkunum enda voru margir kórfélaganna sjálfir á leikskólanum fyrir nokkrum árum. Kórinn söng nokkur lög fyrir áhugasama áhorfendur. Að lokum sungu allir saman nokkur góð leikskólalög og dönsuðu hinn bráðskemmtilega Öskudagsdans. Stefnan er sett á fleiri leikskólaheimsóknir í vor. Nóg er um að vera í kórastarfinu hjá Skólakórnum en helgina 15. -17. mars verður Landsmót barna- og unglingakóra haldið á Akranesi og er eldri hópur kórsins í gestgjafahlutverki í þetta sinn.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is