Kór Grundaskóla var aldeilis afkastamikill í síðustu viku.
Á miðvikudaginn var samsöngur á bókasafni Akranes sem kórinn leiddi við mikinn fögnuð.
Fimmtudaginn leiddi kórinn samsöng á sal skólans með hljómsveit úr röðum nemenda.
Kristján tónmenntakennari var hljómsveitarstjóri.
Föstudagurinn var með breyttu sniði og fórum við í eldri kórnum í dagsferðalag í Borgarnes með strætó. Þar sungum við fyrir eldri borgarana í Brákarhlíð.
Við fórum í sund, lærðum á peninga í búðunum og fengum okkur ís fyrir heimferð.
Þrátt fyrir rigningu skemmtum við okkur konunglega eins og sjá má á myndunum. Takk fyrir veturinn!
Lilja Margrét Riedel kórstjóri.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is