Í dag, fimmtudaginn 27. október kl. 18, opnar stærðfræði og listasýning nemenda og starfsmanna Grundaskóla í húsnæði Tónlistaskólans á Akranesi. Sýningin er hluti af listadagskrá Vökudaga í bæjarfélaginu.
Á sýningunni verða sýnd verk nemenda sem tengja saman stærðfræði og listir. Nemendurnir hafa verið að æfa sig í að teikna alls konar mynstur með hringfara. Mynstrin hafa líka tengst öðrum verkefnum eins og víkingaþema. Í tengslum við þetta teiknuðu nemendur svokallaðan þrenningarhnút. Einnig hafa þeir blandað inn í mynstrin Zentangle teikniaðferð, sem gengur út á að læra mynstureiningar og raða saman í stærri mynstur, prófa þráðaverkefni, speglun og pappírsbrot, svo eitthvað sé nefnt.
Við hvetjum alla bæjarbúa til að líta við og skoða fjölmörg glæsileg verk.
Grundaskóli er OKKAR
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is