Stærðfræðikeppni grunnskólanna haldin í 18. sinn

Síðastliðinn föstudag, 26. febrúar stóð Fjölbrautaskóli Vesturlands í 18. sinn fyrir stærðfræðikeppni fyrir efstu bekki grunnskóla á Vesturlandi.  Að þessu sinni tóku alls þátt í keppninni 112 nemendur. Mjög góð þátttaka var í ár úr Grundaskóla en rúmlega 60 nemendur í 8. - 10. bekk tóku þátt.
Stærðfræðikeppnin er með nokkuð öðru sniði en hefðbundin verkefni úr kennslubókum og sum dæmin eru ansi erfið.​ Aðalatriðið er að gera sitt best líkt og í öðrum keppnum og hafa gaman af. Umsjónarmenn keppninnar munu síðan senda þátttökundum upplýsingar um árangur sinn og skólinn mun veita efstu þátttakendum verðlaun við sérstaka verðlaunathöfn í FVA.
Meðfylgjandi er mynd af keppnisstað.