Fyrir áramótin voru 1. bekkingar að vinna með mynstur í stærðfræði. Eitt verkefnið var að að teikna mynstur á peysu. Peysumynstrin voru vel unnin, fjölbreytt og litrík og voru svo hengd upp á gangi skólans þar sem allir fengu að skoða og njóta.
Verkefnið heppnaðist mjög vel og þótti skemmtilegt. Það ennþá skemmtilega var, að amma Bjarka Styrmissonar, hún
Guðfinna Björk Agnarsdóttir, tók sig til og prjónaði peysu eftir mynstrinu hans Bjarka.