Starfsskipulag Grundaskóla frá 4. jan. – 8. jan. 2021

Starfsskipulag Grundaskóla frá 4. jan. – 8. jan. 2021

Skólastjórn Grundaskóla hefur ákveðið fyrirkomulag kennslu fyrstu vikuna á nýju ári eða til 8. janúar næstkomandi. Enn er nokkur óvissa uppi er varðar regluverk tengt sóttvörnum en vilji er til að reyna að auka skólastarf í eldri hópunum eins fljótt og mögulegt er. 

 Skipulag og tímasetningar eru sem hér segir:

  • 1.– 4. bekkur er í óbreyttu skipulagi og því sem fullri kennslu alla daga.
  • Sama kennsluskipulag verður áfram hjá 5. – 10. bekk a.m.k. fyrstu vikuna

Mánudagur

4. jan.

Þriðjudagur

5. jan.

Miðvikudagur

6. jan.

Fimmtudagur

7. jan.

Föstudagur

8. jan.

Skipulagsdagur

08:00-11:30

6., 8., og 10. bekkur

08:00-11:30

6., 8., og 10. bekkur

08:00-11:30

6., 8., og 10. bekkur

08:00-11:30

6., 8., og 10. bekkur

Skipulagsdagur

12:00-15:00

5., 7., og 9. bekkur

12:00-15:00

5., 7., og 9. bekkur

12:00-15:00

5., 7., og 9. bekkur

12:00-15:00

5., 7., og 9. bekkur

 

Staða mála sýnir að við verðum öll að fara varlega og huga vel að persónubundnum sóttvörnum. Enn er nokkur tími þar til að bóluefni verður í boði fyrir þá sem vilja og því enn mikil hætta á Covid smiti í samfélaginu. Við sjáum þó fyrir endann á þessu ástandi á næstu vikum og því mikilvægt að allir leggi sig fram á lokakaflanum. 

Við gerum þetta saman.

Skólastjórn Grundaskóla