Stefnan sett

Þessa dagana er 10.bekkur í verkefninu Stefnan sett.

Þar fá nemendur m.a. tækifæri til að kynnast sínum styrkleikum, fyrirmyndum og að huga að því sem þau vilja taka sér fyrir hendur í framtíðinni. Hluti af vinnunni felst í að fá ólíkar starfskynningar bæði frá foreldrum og öðrum í bæjarfélaginu.

Í þessari viku fengum við frábæra heimsókn frá Magnúsi Hallgrímssyni matreiðslumanni sem kynnti okkur fyrir sínu starfi bæði námi og því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur.

Í dag kom lögreglan og kynnti sitt starf og nemendur fengu að prófa ýmsan útbúnað við mikla hrifningu. 

Í næstu viku er spennandi dagskrá framundan þar sem þau fá að kynnast fleiri störfum ásamt því að byrja að leggja drög að ferilskrá með það fyrir augum að sækja um starf, en lokaverkefnið í verkefninu er að fara í atvinnuviðtal.