Þorpið - Frístund fyrir börn á vegum Akraneskaupstaðar
Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á sumarfrístund Þorpsins í júní fyrir sumarið 2024.
Námskeið fyrir börn fædd 2014 – 2017.
Um er að ræða viku námskeið sem standa frá kl. 9:00 - 16:00. Einnig er í boði í fyrsta skipti að velja námskeið f.h (09:00-12:30) eða e.h (12:30-16:00). Námskeiðin fara fram í Frístundamiðstöðinni Þorpinu sem stendur við Þjóðbraut 13.
Námskeiðin verða bæði fjölbreytt og skemmtileg. Mikil útivera og skapandi starf. Þátttakendur koma sjálfir með nesti, þ.e. hressingu fyrir hádegi og hádegismat.
Boðið verður upp á eftirmiðdegishressingu. (Lágmarksfjöldi á hvert námskeið eru 10 þátttakendur. Þorpið áskilur sér réttinn til þess að hætta við námskeið ef næg þátttaka næst ekki). Hámarksfjöldi eru 60 börn á hvert námskeið. Biðlisti tekur þá við og líklegt að fleiri komist að en ekki.
Verð og greiðslufyrirkomulag
Veittur er 10% systkinaafsláttur.
Innifalið í námskeiðunum er öll dagskrá, samgöngur þegar við á og eftirmiðdagshressing.
ATH: Greiðsla skal fara fram á sportabler áður en námskeið hefst.
Skráning fer fram: á sportabler.com – undir Þorpið-Frístundamiðstöð
Athygli er vakin á því að lögmálið "fyrstur kemur, fyrstur fær" gildir.
Það er því gert ráð fyrir að börnin taki sér að minnsta kosti 4 vikur í sumarfrí.
Nánari upplýsingar veitir Elísabet Sveinbjörnsdóttir.
Tölvupóstur:elisabet@torpid.is / fristund@akraneskaupstadur.is
S: 863-5394 / 433-1250
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is