Svíar í heimsókn

Núna síðustu daga hafa þrír Svíar verið í heimsókn hjá okkur í Grundaskóla, einn á hverju stigi. Þau eru frá bænum Vara í vestur Svíþjóð þar sem búa um 4000 manns. 

Hjá okkur í 7. bekk var Anders Englund, skólastjóri sérskólans í Vara. Hann var mjög ánægður með heimsóknina og hrósaði börnum og starfsfólki mikið fyrir ljúft og gott viðmót.