Í lok síðustu viku voru ákveðin tímamót. Þá voru tveir sviðstjórar hjá Akraneskaupstað, þær Svala Hreinsdóttir og Valgerður Janusdóttir kvaddar eftir langan og farsælan starfsferil á skólasviðinu. Báðar hafa þær sterk tengsl við Grundaskóla og hafa starfað í skólanum.
Valgerður eða Valla eins og hún var gjarnan kölluð hóf sinn kennsluferil hér þegar hún kom í æfingarkennslu um miðjan níunda áratuginn. Svala starfaði einnig í skólanum í um eitt ár sem náms- og starfsráðgjafi.
Valgerður Janusdóttir er að láta af störfum eftir langan starfsferil hjá Reykjavíkurborg og Akraneskaupstað á sviði skólamála. Hún kom aftur heim á Akranes árið 2016 eftir langa búsetu á Reykjavíkusvæðinu og tók þá við skóla- og frístundasviðinu. Hún hefur mikla og víðtæka reynslu af skólamálum en lýkur nú afar farsælum starfsferli.
Svala var verkefna- og sviðstjóri skóla-og frístundasviðs á árunum 2006-2016 áður en hún tók við sviðstjórastöðu á velferðar- og mannréttindasviði. Svala fer nú í árs leyfi hjá Akraneskaupstað en hún hefur nú verið ráðin í stöðu sérfræðings á sviði skóla og velferðarmála hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Nemendur og starfsfólk Grundaskóla þakka þessum öflugu sviðstjórum fyrir afar gott samstarf og þeim fylgja góðar kveðjur til framtíðar.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is