Áður en við byrjuðum að syngja veittu fulltrúar heilsueflandi teymis skólans þær Áslaug íþróttakennari og Lára Dóra umsjónarkennari verðlaun fyrir góðan árangur í skólahlaupinu hins vegar og svo verkefninu Göngum í skólann.
Þær höfðu orð á því hve stemmningin í skólahlaupinu hafi verið skemmtileg og góð og allir gert sitt besta og haft gott og gaman af.
Sá árgangur sem hljóp lengst var 9.bekkur og tók Jökull Sindrason við verðlaununm fyrir þeirra hönd. Þess má til gamans geta að hann hljóp hvorki meira né minna en 17 hringi sem er met í skólahlaupi Grundaskóla, vel gert. (Hringurinn er tæpur 1km.)
Það var 1.bekkur sem fékk hvatningarverðlaun fyrir gríðarlega flotta frammistöðu í sínu fyrsta hlaupi. Það voru afmælisbörn dagsins þau Talía og Andrés sem tóku við verðlaununum fyrir hönd 1.bekkjar.
Gullskórinn er skemmtilegt verkefni þar sem nemendur eru hvattir til að nýta virkan ferðamáta í skólann. Sá árgangur sem var stigahæstur í ár var 10.bekkur. Vel gert hjá ykkur og góðar fyrirmyndir fyrir yngri nemendur. Það var Gunnar Bogi sem tók við Gullskónum fyrir hönd 10.bekkjar.
Espigrund 1 Opnunartími skrifstofu
Sími: 433 1400 Mán. - fim. 07:30 til 15:30
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is Föstudaga til 13:25
SAMVINNA – TRAUST - VIRÐING
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is