Í dag er fyrsti hefðbundni skóladagurinn þar sem allir nemendur og starfsmenn mæta til skóla á sama tíma. Eins og gefur að skilja er mikið fjör þegar um 900 einstaklingar mæta til vinnu á sama tíma og þá þarf að ráða framúr mörgum hlutum. Þetta gekk núi samt allt vel í morgun og gleði yfir hópnum.
Eitt af því sem við þurfum að finna lausn á er að koma öllum þessum hjólum fyrir því að sem betur fer er vistvænar samgöngur ráðandi í skólasamfélaginu. Allflestir ganga eða hjóla í skólann. Þrátt fyrir að við höfum fjölgað hjólagrindum mikið í sumar dugar sá fjöldi ekki og nú þarf að finna lausnir á hjólastæðum á næstu vikum.
Meðfylgjandi myndir segja meira en mörg orð
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is