"Þetta er besti dagur í heimi"

Við í 2. bekk fórum í sveitaferð í Miðdal í Kjós  og skemmtum okkur konunglega! 

Þar sáum við öll helstu íslensku húsdýrin og fengum að umgangast þau og klappa að vild og þeir sem vildu fengu að halda á lömbum og kettlingum

🐱🐏. 

Við lékum okkur líka úti og róluðum okkur á belg yfir heyinu í hlöðunni - þvílíkt stuð 😀

Tókum með okkur pylsur og svala en þar að auki bauð sveitabærinn upp á ískalda mjólk.

Frábær dagur og við þökkum Miðdal kærlega fyrir að taka svona vel á móti okkur!