Börnin í 3.bekk eru búin að vera mjög dugleg í skólanum í janúar.
Þau hafa tekið lestur og lesskilning föstum tökum. Farið í góða orðavinnu og fleira.
Þau eru búin að lesa og hlusta á margar þjóðsögur, unnu með þær og bjuggu sjálf til sínar eigin þjóðsögur og lásu þær upp.
Vinnan er búin að vera fjölbreytt og skemmtileg og sérstaklega gaman hversu áhugasöm börnin voru. Einnig lásu þau þjóðsögurnar heima fyrir foreldra sína.
Vonandi hefur foreldrum fundist þetta skemmtilegt uppbrot við hefðbundinn heimalestur.
Vinnunni með þjóðsögurnar er nú lokið.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is