Nemendur Grundaskóla hafa á síðustu árum tekið virkan þátt í nýsköpunarverkefnum og sent margar frábærar hugmyndir inn í Nýsköpunarkeppni grunnskóla. Í ár áttum við glæsilegan fulltrúa í lokakeppninni en það var Þóra Guðmundsdóttir nemandi í 6. bekk.
Þóra stóð sig með mikilli prýði með þátttöku sinni í lokakeppninni. Tveggja daga vinnustofu lauk í dag með lokahófi þar sem þátttakendur fengu viðurkenningarskjal fyrir sitt framlag. Ótrúlega margar flottar hugmyndir hjá krökkunum.
Þóra hefur unnið að þróun hugmyndar sem er mjög áhugaverð. Hún forritaði táknmála app fyrir heyrnalausa og þá sem vilja læra táknmál en geta ekki talað saman.
Við erum sannanlega stolt af okkar fulltrúa í lokakeppninni.
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is