Þroskaþjálfi og Iðjuþjálfi óskast til starfa.

Grundaskóli auglýsir eftir Iðjuþjálfa og þroskaþjálfa tímabundið fyrir þetta skólaár 2021-2022.

 

Fyrir skólaárið 2021-2022 eru auglýst eftirtalin lausráðin störf við skólann: Þroskaþjálfi til starfa í 100% stöðu, afleysingu til 15. júní 2022 og Iðjuþjálfi til starfa í 80% stöðu, afleysingu til eins árs, til 1. nóvember 2022

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Í Grundaskóla eru gerðar kröfur til nemenda og starfsfólks um dugnað, reglusemi, góða umgengni, góða ástundun og gagnkvæma virðingu.

 

Menntunar- og hæfniskröfur
•Hafa starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða sambærilega háskólamenntun/
 Hafa starfsleyfi sem iðjuþjálfi eða sambærilega háskólamenntun
• Færni í samskiptum, lipurð, sveigjanleiki og jákvæðni.
• Frumkvæði og faglegur metnaður.
• Sjálfstæð skipulögð vinnubrögð og stundvísi.
• Góð íslenskukunnátta
• Hreint sakavottorð
 

https://alfred.is/starf/throskathjalfi-14

https://alfred.is/starf/idjuthjalfi-3