Til fiskiveiða fóru

Nemendur í 6.bekk Grundaskóla eru að vinna í skemmtilegur verkefni sem er samstarfsverkefni með Byggðasafninu í Görðum. Verkefnið er í tengslum við sýninguna ,,Til fiskiveiða fóru“ sem nú er verið að setja upp á Safnasvæðinu.

Sýningin fjallar um útgerðasögu Akraness og fleira tengt sjómennsku og er áætlað að hún opni í maí 2025. Á sýningunni verða um 200 síldir sem þarf að tálga, pússa og mála.

Nemendur eru þessa daga í smiðju að tálga sína síld eða tvær sem svo verður partur af sýningunni.