Til hamingju Skagamenn ársins

Skólafólki og fólki sem sinnir frístundastarfi er sýndur mikill heiður og verðskulduð viðurkenning með þessari nafngift. Skóla- og frístundastarf hefur glímt við ótrúlegar aðstæður í heimsfaraldri. Því til viðbótar hafa víðtæk húsnæðis og loftgæðavandræði valdið vandræðum. Við höfum glímt við aðstæður sem eiga sér enga hliðstæðu í skólasögunni. Sú saga verður gerð betur upp síðar og við annað tilefni.
 
Vilborg Helgadóttir, kennari í Grundaskóla veitti verðlaununum viðtöku fyrr hönd starfsmanna skólans. Vilborg er einmitt einn af þessum starfsmönnum sem hafa verið vakandi og sofandi yfir hagsmunum nemenda. Afar farsæll kennari sem hefur starfað lengi í Grundaskóla og er glæsilegur fulltrúi okkar. Við í Grundaskóla erum svo heppin að hafa einvala starfslið á öllum stöðum sem hefur mikinn metnað fyrir starfi sínu, nemendum og skóla.
 
Skólastjórn óskar öllu skólasamfélaginu til hamingju með viðurkenninguna, Skagamenn ársins.