Til upplýsingar ✋

Vegna fjölda fyrirspurna þá vill skólastjórn Grundaskóla koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

Engin Covid19 smit hafa verið greind í Grundaskóla síðustu daga og engir hópar starfsmanna eða nemenda hafa verið sendir í sóttkví. Fréttir eða orðrómur um slíkt eru ekki sannleikanum samkvæmt.

Við viljum fullvissa alla foreldra og forráðamenn um að ef slíkar aðstæður koma upp í skólanum mun skólastjórn bregðast við tafarlaust og upplýsa um stöðu mála.

Skólayfirvöld á hverjum stað eru ávallt í viðbragðsstöðu og upplýsa um aðgerðir ef slíkt kemur til í viðkomandi skólasamfélagi. Starfsfólk Grundaskóla vinnur eftir samþykktri sóttvarnaráætlun og vinnur í góðu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að fyrirbyggja smit og tryggja sem mestar sóttvarnir án þess þó að skerða skólastarf samanber gildandi sóttvarnarreglur.

Staðreyndin er að Covidsmit eru í samfélaginu okkar og full ástæða til að vera á varðbergi. Við hvetjum alla til að huga að persónubundnum sóttvörnum og að fara í sýnatöku ef þið sjálf eða annað heimilisfólk eru með minnstu einkenni.

Allar upplýsingar um sóttvarnir má nálgast á upplýsingasíðu Almannavarna www.covid.is