Nú stöndum við frammi fyrir því að Covid19 smit hefur komið upp hjá starfsmanni skólans og hjá nemanda á unglingastigi. Nokkrir starfsmenn og nemendur skólans þurfa að fara í sóttkví fram á mánudag. Þetta varðar hluta nemenda í sóttvarnarhólfi 9. bekkjar og hluti skólahóps sem sótti æfingu á bókasafni skólans s.l. mánudag. Þessi aðgerð er öryggisráðstöfun ef frekara smit kemur upp.
Við biðjum alla foreldra/forráðamenn um að fylgjast vel með heilsufari nemenda og hafa samband við heilsugæsluna ef nemendur fá einkenni. Einnig þarf að láta skólann vita ef nemendur fá einkenni og/eða veikjast.
Smitrakning er unnin í nánu samstarfi við smitrakningarteymi Almannavarna og mun teymið hafa samband við viðkomandi aðila er málið varðar með frekari upplýsingar á næstunni. Gert er ráð fyrir að allur hópurinn fari í skoðun og greiningarpróf n.k. mánudag til að tryggja að fleiri séu ekki smitaðir. Vonandi geta allir snúið aftur til skóla næstkomandi þriðjudag 8. desember.
Kær kveðja,
Skólastjórn Grundaskóla
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is