Tilkynning frá skólastjóra

Ágætu foreldrar.
Vegna útfarar Nadezdu Eddu Tarasovu starfsmanns Grundaskóla á morgun miðvikudag 27.apríl verður skólinn lokaður frá og með kl. 13.30. Þetta hefur í för með sér að allri kennslu lýkur á þessum tíma og bæði skrifstofa skólans og skóladagvistin verða lokaðar.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda ykkur en biðjum ykkur að sýna skilning við afar erfiðar aðstæður.
Með kveðju, hrönn Ríkharðsdóttir, skólastjóri.
Málfríður Hrönn Ríkharðsdóttir