Það hefur vart farið framhjá nokkrum að gríðarlega endurbætur hafa staðið yfir á skólamannvirkjum Grundaskóla. Síðustu tvö ára hafa farið fram miklar endurbætur og lagfæringar á húsnæði og öllum húsbúnaði. Markvisst hefur verið gengið til verks eftir að í ljós koma miklar rakaskemmdir fyrir um tveimur árum. Ákveðnum áfanga verður náð í haust þegar gamla stjórnunarálman hefur verið breytt í kennsluálmu. Sá áfangi markar þó ekki lok framkvæmda heldur í raun upphaf stórframkvæmda.
Á næstu mánuðum verður C- bygging skólans boðin út á evrópska efnahagssvæðinu og vonast er til að framkvæmdir hefjist af krafti í byrjun árs 2023. Framkvæmdir á Jaðarsbökkum eru komnar vel af stað en þar mun ný og betri mannvirki fyrir skólaíþróttir rísa. Endurbætur á Garðaseli hefjast með vorinu sem og lagfæringar á skólalóðinni. Eins og sjá má af meðfylgjandi mynd eru byggingarkranar komnir á loft og þeim mun bara fjölga á næstu mánuðum.
Byggingaframkvæmdir reyna vissulega á nemendur og starfsmenn og skólastarfið almennt. Við þurfum og munum öll einblína á lokamarkmið en ekki tímabundin vandamál. Verkefni okkar er að reka öflugt skólastarf og brúa næstu tvö ár með skapandi lausnum eða þar til að fullbúinn, nýr og glæsilegur Grundaskóli lítur dagsins ljós. Þegar sú stund rennur upp lofum við stórhátíð á bæ þar sem skólasamfélagið mun fagna glæsilegri uppskeru.
Grundaskóli er OKKAR
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskóli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. - fim. 07:30 til 15:30.
Föstudaga til 13:25.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is