Tökum samtalið - opinn rafrænn fundur

Eins og allir vita hefur verið unnið að aðgerðum gegn ofbeldi meðal barna og hluti af þeim aðgerðum felur í sér vitundavakningu og samfélagsátak - í því skyni verður lögð áhersla á verndandi þætti í lífi barna og ungmenna, þar sem við lyftum því sem við getum öll gert til að stuðla að öryggi barna. 

Það  verður boðið upp á opinn rafrænan fund á fimmtudaginn 28. nóvember kl. 13-14 - en haldin verða þrjú erindi sem öll miða að því að gefa foreldrum og forsjárfólki innsýn og verkfæri sem mótvægi við þau neikvæðu samfélagslegu áhrif sem steðja að í lífi barna og ungmenna. 

Í lok fundar verður hægt að senda inn spurningar í gegnum slido.com #tokumsamtalið. 

Fundurinn verður opinn í beinu streymi, sjá hér:  https://www.samband.is/vidburdir/tokum-samtalid